Skipun rannsóknarnefndar Alþingis sem rannsaka á Íbúðalánasjóð

25.10.2011

Gengið hefur verið frá frá skipun rannsóknarnefndar Alþingis sem rannsaka á Íbúðalánasjóð. Í henni eiga sæti Sigurður Hallur Stefánsson, fyrrverandi héraðsdómari, formaður nefndarinnar, Kirstín Flygenring hagfræðingur og Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri.

Rannsóknarnefndin er nefnd sem komið var á fót með þingsályktun Alþingis frá 17. desember 2010. Nefndin er skipuð samkvæmt lögum nr. 68/2011 um rannsóknarnefndir. 

Til baka Senda grein