Rannsóknarnefndir eru öflugt úrræði sem Alþingi hefur til þess að rannsaka og
upplýsa mikilvæg tilgreind mál sem almenning varða. Megintilgangurinn með störfum rannsóknarnefnda er að afla upplýsinga og gera grein fyrir málavöxtum og vera þannig grundvöllur frekari ákvarðana Alþingis og eftir atvikum stjórnvalda.
Nánar um rannsóknarnefndirFréttir og tilkynningar
Fréttatilkynning frá rannsóknarnefnd Alþingis
Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8% hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Það er afdráttarlaus niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að stjórnvöld hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar.
Lesa meira