Fréttir og tilkynningar
Fréttatilkynning frá rannsóknarnefnd Alþingis
Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8% hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Það er afdráttarlaus niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að stjórnvöld hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar.
Lesa meiraFréttatilkynning
Rannsóknarnefnd Alþingis um þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers KGaA í kaupum á 45,8% eignarhlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf. sem skipuð var á grundvelli þingsályktunar frá 2. júní 2016, afhendir forseta Alþingis skýrslu sína miðvikudaginn 29. mars kl. 10:00. Í framhaldinu efnir nefndin til fréttamannafundar kl. 10:30 í Iðnó.
Opnað verður fyrir aðgang að skýrslunni samhliða á vef rannsóknarnefnda Alþingis. Vefútgáfa skýrslunnar er aðalútgáfa hennar.
Lesa meiraRannsókn á kaupum í Búnaðarbanka
Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, hefur að höfðu samráði við forsætisnefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins, sbr. 2. gr. laga nr. 68 2011, um rannsóknarnefndir, skipað Kjartan Bjarna Björgvinsson héraðsdómara til að stýra rannsókn á þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers KGaA í kaupum á 45,8% eignarhlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl. árið 2003, sbr. ályktun Alþingis frá 2. júní 2016. Rannsókninni er ætlað að ljúka eigi síðar en 31. des. 2016.
Lesa meira