Fréttir og tilkynningar
Skýrsla rannsóknarnefndar um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna
Rannsóknarnefnd Alþingis um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, sem var skipuð í ágúst 2011 á grundvelli þingsályktunar frá 10. júní 2011, afhenti forseta Alþingis skýrslu sína 10. apríl 2014.
Hér má nálgast vefútgáfu skýrslunnar. Vefútgáfan er aðalútgáfa skýrslunnar.
Lesa meiraBreyting á skipan rannsóknarnefndar um sparisjóðina
Forseti Alþingis féllst hinn 20. september sl. á ósk Sigríðar Ingvarsdóttur héraðsdómara frá 5. september sl. um lausn frá starfi formanns rannsóknarnefndar um sparisjóðina. Sigríður hefur snúið til fyrri starfa sem héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.
Á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag greindi forseti Alþingis jafnframt frá því að hann hefði skipað Hrannar Má S. Hafberg, lögfræðing, formann nefndarinnar.
Skipun rannsóknarnefndar Alþingis sem rannsaka á aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna
Gengið hefur verið frá skipun rannsóknarnefndar Alþingis sem rannsaka á aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna. Í henni eiga sæti Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari, formaður nefndarinnar, Tinna Finnbogadóttir hagfræðingur og Bjarni Frímann Karlsson, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Lesa meiraRannsóknarnefndir Alþingis taka til starfa
Á nýafstöðnu þingi samþykkti Alþingi tvær þingsályktanir, annars vegar um rannsókn á Íbúðalánasjóði og hins vegar um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna. Jafnframt voru á þinginu samþykkt almenn lög um rannsóknarnefndir en með þeim er Alþingi fengið þýðingarmikið úrræði til þess að sinna eftirlitshlutverki sínu með framkvæmdarvaldinu. Á grundvelli þeirra hefur forseti Alþingis, að undangengnu samráði innan Alþingis, skipað tvær rannsóknarnefndir til þess að sinna þeim rannsóknum sem þingið hefur samþykkt að hefja.
Lesa meira